Smiðja og Hlaða
Það sem áður var smiðja, fjós og hlaða er nú kaffihús. Hlaðan var upprunalega byggð sem bráðabirgðaskýli, timburgrindarhús með bárujárnsklæðningu, en hún var endurgerð í sama formi frá grunni með nýju stálvirki og klædd með timbri. Hlöðuhurð á suðurenda hússins var látin halda sér ásamt hlaupaketti á I-bita í mæni hússins.
Haldið var í sögu húsanna, efniskennd og innréttingar vísa í upprunalega notkun þeirra.
Húsin eru friðuð og var endurhönnun þeirra unnin í samstarfi við Minjastofnun.
Ný glerbygging tengir húsin saman og býr til skjólsælt port fyrir kaffihúsagesti.
Stórir gluggar í kaffihúsi snúa að leiksvæði þar sem fjölskyldur og aðrir gestir geta öll fundið stað við sitt hæfi, að gæða sér á veitingum eða við leik.