Straumskiptistöð

Í gömlu straumskiptistöðinni opnar bráðlega gestastofa Orkuveitu Reykjavíkur.

Þar sem áður voru spennaverkstæði, túrbínur og vélar verður nú gestastofa með viðburðum, fræðslu og vinnuaðstöðu.

Við endurnýjun hússins var leitað í uppruna hússins hvað varðar efnisnotkun og fyrirkomulag. Um árabil var byggingin aðstaða fyrir garðyrkjudeild OR, skrifstofur Stangaveiðifélagsins og geymsla.

Þótt upprunaleg bygging og viðbyggingar hafi gengið í gegnum ýmsar breytingar í gegnum árin er húsið fært nær upprunalegri mynd.

Breytingar eru gerðar þar sem þarf en annað fær að halda sér og er endurnýtt. Ummerki gamalla veggja eru sjáanleg, léttir veggir fjarlægðir og saga hússins gerð læsileg.