Heimili veitna
Það er erfitt að ímynda sér heimili nútímans án allra veitnanna sem færa okkur rafmagn, hita, vatn og gögn, og losa okkur við skólp.
Á heimilinu eru þau lífsgæði sem veiturnar færa okkur sett í samhengi við tækni, hugvit og handverk inni á hverju heimili.
Sýningin dregur fram hin ósýnilegu kerfi veitnanna, oftast falin inn í veggjum hússins, og sýnir okkur hvaða áhrif þau hafa á daglegt líf okkar, hvernig veiturnar virka og hvernig er best að umgangast þær.
Hitaveitan færði okkur hlýju og gerði okkur kleift að rækta grænmeti og ávexti.
Hvernig á að stilla ofnana heima og hvernig er hægt að lækka orkureikningana?
Húsið, sem frá árinu 2000 þjónaði Orkuveitu Reykjavíkur sem funda- og móttökuhús, var fært aftur nær sínu upprunalegri notkun og innréttað sem heimili þar sem hvert herbergi vísar í þær veitur sem Orkuveitan annast: rafveitu, hitaveitu, gagnaveitu, vatnsveitu og fráveitu.
Dropahillan rúmar ráðlagðan dagskammt af vatni.
Hvernig kviknar ljós? Hvaðan kemur rafmagnið?
Hvort notar meira rafmagn, þurrkari eða sjónvarp?